Bakgrunnur
Í maí 2019 var fulltrúum skilgreindra hagsmunaaðila boðið að taka þátt í vinnusmiðju til að undirbúa umsókn um viðurkennt ICNP setur (ICN Accredited ICNP Research & Development Centre in Iceland), hlutverk þess, markmið og skilgreina leiðir sem álitnar voru mikilvægar og sem þeir voru reiðubúnir að taka þátt í.
Allir sem tóku þátt í vinnusmiðjunni undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis.
Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (International Council of Nurses, ICN) viðurkenndi Rannsókna- og þróunarsetur um ICNP á Íslandi 16. ágúst 2019.
Hagsmunaaðilar
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Fagdeild um upplýsingatækni í hjúkrun
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Hjúkrunarfræði- og ljósmóðurfræðideild, Heilbrigðisvísindasvið, Háskóli Íslands
Hjúkrunarfræðideild, Heilbrigðisvísindasvið, Háskólinn á Akureyri
Opnun Rannsókna- og þróunarseturs um ICNP
ICNP setrið var formlega stofnað 2. mars 2020 við hátíðlega athöfn í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur.