Reglur

Starfsreglur Rannsókna- og þróunarseturs um ICNP.


1.gr. Almennt

Rannsókna- og þróunarsetur um ICNP á Íslandi er rannsóknastofa sem starfrækt er innan vébanda Heilbrigðisvísindastofnunar Háskóla Íslands með aðsetur í Hjúkrunarfræðideild. Megintilgangur þess er að vinna að rannsóknum og þróunarverkefnum sem stuðla að þróun og notkun flokkunarkerfisins ICNP (International Classification for Nursing Practice) til samhæfingar og skráningar í hjúkrun á Íslandi.

Rannsókna- og þróunarsetur um ICNP hefur hlotið viðurkenningu Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (International Council of Nurses, ICN) og skuldbindur sig til að starfa í samræmi við sýn ICN á e-Health. Í því felst m.a. þátttaka í sameiginlegum fundi allra viðurkenndra ICNP setra (Consortium), sem haldinn er annað hvert ár í tengslum við alþjóðaráðstefnu ICN.

2. gr. Hlutverk

Hlutverk Rannsókna- og þróunarseturs um ICNP á Íslandi er að mynda og standa vörð um tengslanet hjúkrunarfræðinga, heilbrigðis- og menntastofnana og annarra hagsmunaaðila á Íslandi til að þróa, þýða, innleiða og nota ICNP í kennslu, rannsóknum og klínísku starfi.

Markmið Rannsókna- og þróunarseturs um ICNP er:

3. gr. Aðstaða

Rannsókna- og þróunarsetur um ICNP er hýst á vegum Hjúkrunarfræðideildar Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og hefur aðstöðu þar.

4. gr. Stjórn og forstöðumaður

Deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar að höfðu samráði við forseta Heilbrigðisvísindasviðs skipar setrinu þriggja manna stjórn til þriggja ára í senn. Stjórnina skipa einn fulltrúi frá eftirtöldum aðilum:  Hjúkrunarfræðideild, Embætti landlæknis og íslenskri heilbrigðisstofnun. Fulltrúi Hjúkrunarfræðideildar er formaður stjórnar.

Í stjórn skulu sitja bæði karlar og konur og skal þess gætt að hlutfall kynjanna sé ekki minna en 40%, sbr. 15. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar, að höfðu samráði við forseta Heilbrigðisvísindasviðs, skipar og setur forstöðumanni erindisbréf í samræmi við tilgang og markmið setursins. Hlutverk forstöðumanns er að annast daglegan rekstur setursins, annast framgang verkefna í samráði við aðra fulltrúa í stjórn og koma fram fyrir hönd þess. Stjórnin tekur allar stefnumarkandi ákvarðanir fyrir setrið og sker úr í vafaatriðum sem upp kunna að koma og varða innri starfsemi setursins. Stjórn setursins leggur fram verkefnaáætlun ár hvert sem unnin skal í samráði við ICN og í samræmi við sýn ICN á e-Health.

Hlutverk stjórnar er að fylgjast með að setrið nái tilgangi sínum, ákvarða forgangsröðun verkefna sem unnin eru á vegum setursins, afla styrkja, vera í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og -stofnanir og fylgjast með að markmiðum, sem sett hafa verið, sé náð.

Formaður stjórnar boðar stjórnarfundi með tölvupósti með þriggja daga fyrirvara. Dagskrá fundar skal fylgja fundarboði. Formaður stjórnar stýrir stjórnarfundum. Skylt er að boða stjórnarfund óski tveir eða fleiri stjórnarmenn þess. Stjórnarfundir skulu haldnir annan hvern mánuð að jafnaði. Árlega er lögð fram ársskýrsla.

5 gr. Fjármál

Tekjur Rannsóknar- og þróunarseturs um ICNP eru aðallega styrkir til einstakra verkefna.  Stjórnin ber ábyrgð á fjármálum setursins gagnvart Hjúkrunarfræðideild og Heilbrigðisvísindastofnun.Reikningshald setursins skal vera hluti af reikningshaldi háskólans.

6. gr. Gildistaka

Starfsreglur þessar, sem stjórn Heilbrigðisvísindastofnunar hefur sett, að fenginni tillögu Hjúkrunarfræðideildar, sbr. 8. gr. reglna um Heilbrigðisvísindastofnun nr. 200/2019 og og 27. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009, taka þegar gildi.

Samþykkt af stjórn Heilbrigðisvísindasviðs 24. febrúar 2020.