Tilgangur, hlutverk, markmið
Tilgangur ICNP setursins er að stuðla að notkun ICNP til samhæfingar og við skráningu hjúkrunar á Íslandi.
Hlutverk ICNP setursins
Að mynda og standa vörð um tengslanet hjúkrunarfræðinga, heilbrigðis- og menntastofnana og annarra hagsmunaaðila á Íslandi til að þróa, þýða, innleiða og nota ICNP í kennslu, rannsóknum og klínísku starfi.
Með þessu mun ICNP setrið stuðla að þróun á ICNP, styrkja og efla hjúkrun.
Markmið ICNP setursins
- Að vera virkur þátttakandi í þróuninni á ICNP.
- Að á hverjum tíma sé til uppfærð og aðgengileg íslensk þýðing á ICNP.
- Að ICNP sé innleitt á öllum sjúkrastofnunum á Íslandi og þar með hluti af rafrænni sjúkrakrá.
- Að ICNP endurspeglist í námskrá í hjúkrunarfræði og kennslu til hjúkrunarfræðinema.
- Að hvetja til og styðja við rannsóknir til að þróa og efla ICNP.
- Að skilgreina þarfir fyrir tæknilausnir og veita ráðgjöf um hvaða tæknilegi stuðningur þurfi að vera til staðar við innleiðingu og notkun ICNP í rafrænum sjúkraskrárkerfum og sem lýtur alþjóðlegum stöðlum.