Verkefni í vinnslu

Rannsóknin Skráning á hjúkrun COVID-19 sjúklinga:  Samanburður á kóðuðum, klínískum gögnum og frjálsum texta og vörpun í flokkunarkerfið ICNP® hófst árið 2021. Markmið rannsóknarinnar er: 1) Bera saman kóðuð, klínísk gögn og skráðan frjálsan texta hjá COVID-19 sjúklingum og kanna hvort fagorð til að lýsa ástandi sjúklinganna var mögulegt með þeim hugtökum úr aðgengilegum flokkunarkerfum í sjúkraskrá (fyrir hjúkrunargreiningar og -meðferð) og 2) Kanna hvort flokkunarkerfið ICNP® uppfyllir þau skilyrði sem þarf til að lýsa ástandi COVID-19 sjúklinga.