Stjórn ICN ákvað á fundi sínum í mars 2021 að velja Ástu Thoroddsen, forstöðumann ICNP setursins á Íslandi, sem formann nýrrar ICNP ritstjórnar hjá ICN. Í ritstjórninni sitja m.a. fulltrúar frá öllum ICNP setrum í heiminum sem nú eru 14. Hún tekur við starfinu 1. apríl 2021. Hlutverk ritstjórnarinnar er m.a. að vera tengiliður við stjórn ICN og SNOMED International og vinna að framgangi og innleiðingu á ICNP á alþjóðavísu. Það er á ábyrgð ritstjórnarinnar að viðhalda innihaldi ICNP og vega og meta umsóknir um ný hugtök sem óskað er eftir, hve vel þau falli að hjúkrunarstarfinu og notagildi þeirra.