ICNP setrið tekur þátt í samstarfsverkefni milli Háskólans í Agder í Noregi og Háskólans í Porto, Portúgal um innleiðingu og notkun á ICNP. Portúgal er eina landið í heiminum þar sem ICNP er notað til skráningar í hjúkrun á landsvísu. Stefnt er að því að halda vinnufund í byrjun júní um innleiðingu á ICNP og í október verður haldið rafrænt námskeið um ICNP. Verkefnið hefur hlotið evrópskan styrk.
Á vinnufundinn í júní verður fulltrúum frá embætti landlæknis, Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri, Reykjalundi, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Origo boðið að taka þátt. Þetta er gott tækifæri fyrir okkur hér á landi til að læra af þeim sem reynsluna hafa.
Sæl Ásta, er möguleiki á að fá að taka þátt eða hlusta á framsögur á þessum fundi í júní? Þar sem við ætlum okkur að vinna að skráningu hjúkrunar á bráðamóttökunni væri áhugavert að heyra hvernig innleiðingin var í Portúgal.
Kær kveðja Þórdís