Umtalsverðar breytingar verða á ICNP á árinu 2021. Næsta útgáfa af ICNP verður í samstarfi við SNOMED, sem er stærsta kóða- og orðasafn í heimi á sviði heilbrigðisvísinda. Samstarf milli ICN og SNOMED mun gera það að verkum að líklegra er að hraðari þróun verði á ICNP. ICN mun engu að síður halda sínu eignarhaldi á ICNP og það verður áfram birt á vefsíðu ICN. Þessi breyting mun hafa í för með sér breytingu á kóðum og ýmsum hugtökum.